Neyddust til að spila í strákadeild og unnu en máttu ekki fá bikarinn Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 16:01 Stelpurnar í Spain Park skólaliðinu unnu strákamót en máttu ekki fá sigurverðlaunin. Facebook/@Jayme Mashayekh Stúlknalið frá Hoover í Alabama í Bandaríkjunum þurfti að horfa upp á stráka taka við meistarabikar þrátt fyrir að hafa unnið þá í úrslitaleik. Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum. Íþróttir barna Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum.
Íþróttir barna Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira