Neyddust til að spila í strákadeild og unnu en máttu ekki fá bikarinn Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 16:01 Stelpurnar í Spain Park skólaliðinu unnu strákamót en máttu ekki fá sigurverðlaunin. Facebook/@Jayme Mashayekh Stúlknalið frá Hoover í Alabama í Bandaríkjunum þurfti að horfa upp á stráka taka við meistarabikar þrátt fyrir að hafa unnið þá í úrslitaleik. Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum. Íþróttir barna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum.
Íþróttir barna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira