Alfreð Finnbogason: Virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 08:45 Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sem hann skoraði fyrir Lyngby Boldklub. Getty/Anders Kjaerbye Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby á móti stórliði Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Lyngby var þarna að vinna fyrsta heimasigurinn á tímabilinu og Alfreð er að koma sterkur til baka eftir meiðsli. Hann er líka jákvæður út í framhaldið með íslenska landsliðinu. Alfreð hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki á síðustu tveimur árum. „Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðslasaga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég snéri aftur í landsliðið í september á síðasta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið,“ sagði Alfreð Finnbogason í viðtali í Fréttablaðinu. Alfreð er fimmti markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi með 15 mörk í 63 landsleikjum. Hann skoraði síðast fyrir landsliðið á móti Sviss á Laugardalsvellinum 15. október 2018. Íslenska landsliðið er að hefja leik í undankeppni EM 2024 seinna í þessum mánuði. „Það eru bara virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnunum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hluti gerist,“ sagði Alfreð. „Ég er mjög spenntur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu framundan,“ sagði Alfreð. „Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrst leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess að ég sé að ýkja það eitthvað rosalega mikið,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur íslenska liðsins er úti í Bosníu 23. mars næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Lyngby var þarna að vinna fyrsta heimasigurinn á tímabilinu og Alfreð er að koma sterkur til baka eftir meiðsli. Hann er líka jákvæður út í framhaldið með íslenska landsliðinu. Alfreð hefur aðeins spilað tvo A-landsleiki á síðustu tveimur árum. „Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðslasaga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég snéri aftur í landsliðið í september á síðasta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið,“ sagði Alfreð Finnbogason í viðtali í Fréttablaðinu. Alfreð er fimmti markahæsti leikmaður A-landsliðs karla frá upphafi með 15 mörk í 63 landsleikjum. Hann skoraði síðast fyrir landsliðið á móti Sviss á Laugardalsvellinum 15. október 2018. Íslenska landsliðið er að hefja leik í undankeppni EM 2024 seinna í þessum mánuði. „Það eru bara virkilega spennandi tímar framundan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnunum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hluti gerist,“ sagði Alfreð. „Ég er mjög spenntur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu framundan,“ sagði Alfreð. „Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrst leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess að ég sé að ýkja það eitthvað rosalega mikið,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur íslenska liðsins er úti í Bosníu 23. mars næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira