Stelpur með sama rétt og strákar til að spila fótbolta eftir bréf enska landsliðsins Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 15:01 Fyrirliðinn Leah Williamson með pennann á lofti að gefa ungum aðdáendum eiginhandaráritun. Getty Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 600 milljónum punda, jafnvirði yfir 100 milljarða króna, á næstu tveimur árum í að stelpur fái sömu tækifæri í skólaíþróttum og strákar. Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC. EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda felur í sér að skólum í Englandi sé skylt að bjóða jafnan aðgang að íþróttum, þar á meðal fótbolta, og sjá til þess að hið minnsta tvær klukkustundir á viku fari í íþróttaiðkun. Samkvæmt tölum frá enska knattspyrnusambandinu bjóða aðeins 67% allra skóla, og 41% miðskóla (fyrir 12-16 ára börn), upp á fótbolta jafnt fyrir stelpur og stráka í íþróttatímum. Við þessa stöðu vildu leikmenn enska kvennalandsliðsins í fótbolta ekki una og leiddi opið bréf sem þær sendu ríkisstjórninni, eftir að hafa orðið Evrópumeistarar á heimavelli í fyrra, til breytinganna sem nú hafa verið gerðar. Enska landsliðið varð Evrópumeistari í fyrra, á heimavelli.Getty/Catherine Ivill Leah Williamson, fyrirliði enska liðsins, sagði landsliðskonurnar hafa viljað marka dýpri spor í sögunni með því að senda bréfið, heldur en með því einu að vinna Evrópumeistaratitilinn. Þær hafi viljað „opna dyrnar“ fyrir ungar stelpur með því að breyta skólaíþróttakerfinu. „Árangurinn síðasta sumar hefur verið svo mörgum ungum stelpum hvatning til að fylgja eftir ástríðu sinni fyrir fótbolta. Þetta er það sem við viljum skilja eftir okkur, mun lengur en við verðum saman sem lið,“ sagði Williamson við BBC.
EM 2022 í Englandi Bretland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira