Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 20:01 Jose Mourinho gefur Gini Wijnaldum leiðbeiningar í leiknum gegn Real Sociedad í kvöld. Vísir/Getty Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira