Fermingin er undirbúningur undir lífið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fermingar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar