ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 20:35 Leikmenn ÍBV fagna fyrsta marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar. Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira