Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:40 Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Samsett/TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“ Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“
Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp