Segir þjálfara ítalska Íslendingaliðsins hafa ítrekað kallað sig skítuga hóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Leikmenn Fiorentina liðsins brotnuðu oft niður á miðri æfingu og voru síðan grátandi inn í klefa eftir æfingar. Getty/Lisa Guglielmi/ Sænsk knattspyrnukona segir ömurlega sögu af upplifun sinni sem leikmaður ítalska félagsins Fiorentina. Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu. Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021. Ítalski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021.
Ítalski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn