Baldur um HK: „Eru með umtalaðan skemmtikraft“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2023 11:01 Marciano Aziz skoraði tíu mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Aftureldingu í Lengjudeildinni síðasta sumar. vísir/diego Baldur Sigurðsson er hræddur um að HK gæti átt erfitt sumar í vændum. Liðinu er spáð 12. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Eðlilega held ég að þetta gæti orðið erfitt sumar fyrir þá. Ég held að þeir og þeirra stuðningsmenn eigi alveg von á því að þeim verði spáð í neðsta sæti í sennilega öllum spám, allavega fallsæti. Það er eðlilegt í ljósi þess að þeir eru nýliðar og treysta á miklu leyti á þann kjarna sem féll fyrir tveimur árum og kom aftur upp en með nokkrum spennandi viðbótum,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. HK skoraði aðeins sjö mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum og þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. Baldur hefur áhyggjur af því hvernig HK ætlar að skora nógu mörg mörk til að halda sér uppi. „Þrátt fyrir að varnarleikurinn verði mikilvægasti þátturinn fyrir árangri hefur maður mestar áhyggjur af markaskorun. Þeir höfðu Stefán Inga [Sigurðarson] í fyrra og hann var þeirra aðalmarkaskorari en hann er farinn aftur til Breiðabliks. Maður sér í fljótu bragði ekki hver á að fylla í það skarð,“ sagði Baldur. „En þeir eru með umtalaðan skemmtikraft sem ég held að flestir viti af, Marciano Aziz sem kom frá Aftureldingu. Það er markaskorun í honum en hann á eftir að spreyta sig á stærsta sviðinu og fleiri þurfa að koma að markaskorun. En maður sér ekki hver á að taka það hlutverk að sér og af því hefur maður áhyggjur.“ Fyrsti leikur HK í Bestu deildinni er gegn Breiðabliki 10. apríl. Besta deild karla HK Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Eðlilega held ég að þetta gæti orðið erfitt sumar fyrir þá. Ég held að þeir og þeirra stuðningsmenn eigi alveg von á því að þeim verði spáð í neðsta sæti í sennilega öllum spám, allavega fallsæti. Það er eðlilegt í ljósi þess að þeir eru nýliðar og treysta á miklu leyti á þann kjarna sem féll fyrir tveimur árum og kom aftur upp en með nokkrum spennandi viðbótum,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. HK skoraði aðeins sjö mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum og þar af komu fjögur í einum og sama leiknum. Baldur hefur áhyggjur af því hvernig HK ætlar að skora nógu mörg mörk til að halda sér uppi. „Þrátt fyrir að varnarleikurinn verði mikilvægasti þátturinn fyrir árangri hefur maður mestar áhyggjur af markaskorun. Þeir höfðu Stefán Inga [Sigurðarson] í fyrra og hann var þeirra aðalmarkaskorari en hann er farinn aftur til Breiðabliks. Maður sér í fljótu bragði ekki hver á að fylla í það skarð,“ sagði Baldur. „En þeir eru með umtalaðan skemmtikraft sem ég held að flestir viti af, Marciano Aziz sem kom frá Aftureldingu. Það er markaskorun í honum en hann á eftir að spreyta sig á stærsta sviðinu og fleiri þurfa að koma að markaskorun. En maður sér ekki hver á að taka það hlutverk að sér og af því hefur maður áhyggjur.“ Fyrsti leikur HK í Bestu deildinni er gegn Breiðabliki 10. apríl.
Besta deild karla HK Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira