Skýrsla Vals: Kennarinn stóðst grunnskólapróf Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2023 21:30 Arnar Þór Viðarsson stýrði Íslandi til sigurs í þriðja sinn í keppnisleik í dag. Allir þrír hafa verið gegn Liechtenstein. EPA-EFE/Robert Ghement Ísland setti met yfir stærð sigurs í keppnisleik í Liechtenstein í dag. En andstæðingurinn var einkar slakur. Ísland hafði töluverðu að tapa en ekki að eins miklu að vinna þegar liðið sótti Liechtenstein heim til Vaduz í dag. Hatrömm umræða skapaðist eftir 0-3 tap liðsins fyrir Bosníu á fimmtudaginn var og víða var kallað eftir nýjum landsliðsþjálfara. Liechtenstein er ekki með gott fótboltalið. Það tapaði 6-0 fyrir Grænhöfðaeyjum í fyrra og raunar öllum leikjum sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðast vann það leik árið 2020. Fáir efuðust líklega um að Ísland myndi vinna leikinn en eftir frammistöðu fimmtudagsins var misstig samt ekkert óhugsandi. Fyrst Kasakar gátu unnið Dani í dag er margt hægt. En strákarnir skiluðu sínu og náðu í fyrstu stigin í pokann góða. Aron Einar kom með mikið að borðinu og allt annað líf þegar hann er með. Forystuhlutverk hans aftast á vellinum er afar mikilvægt og svo skemmdi ekki fyrir að hann fjölgaði landsliðsmörkum sínum úr tveimur í fimm í Vaduz nú síðdegis. Maður tók eftir því hvað allt varð hljóðlátara á vellinum eftir að hann fór út af; hann talar stanslaust meðan hann er inni á. Jón Dagur var frábær í leiknum – stoðsendingaþrenna landsliðsmanns sést ekki á hverjum degi. Guðlaugur Victor var virkilega góður með Aron sér við hlið, enda þurfti hann ekki að eyða allri sinni orku í að reyna að stýra tveimur miðvörðum úr bakverðinum líkt og á fimmtudag. Stefán Teitur fannst mér smá óstyrkur í byrjun en vann svo mjög vel á. Átti fantaleik. Hákon Arnar skoraði þá tvö geggjuð mörk og hefði átt að skora það þriðja, eitt auðvitað dæmt af út af smotteríi. En maður er afar spenntur fyrir hans framtíð þarna á miðjunni. Í dag vannst stærsti sigur í sögu Íslands í keppnisleik karlalandsliðs. Svo strákarnir fengu tíu á þessu prófi. Liechtenstein er samt svo ótrúlega lélegt fótboltalið að það er erfitt að taka fullt mark á þessu. Þetta er svolítið eins og að framhaldsskólakennari fái tíu í einkunn á grunnskólaprófi. Það er erfitt að meta stöðuna á íslenska liðinu þar sem Bosníuleikurinn var svo slakur. Það hefði þurft sterkara lið en Liechtenstein til að geta lagt trúverðugt mat á stöðuna. Þessi leikur gefur góðan anda og sjálfstraust í hópinn en hann skiptir þannig séð ekki miklu máli í stóra samhenginu. Þetta eru þrjú stig gegn liði sem allir aðrir í riðlinum munu einnig fá. Það sýnir sig í viðtali við Guðlaug Victor Pálsson eftir leik þar sem pirringur yfir „barnalegri frammistöðu“ í Bosníu-leiknum virtist honum ofar í huga en gleði yfir úrslitum dagsins. Því standa því miður enn eftir efasemdir um vegferðina sem liðið er á og hvert framhaldið á að vera. Arnar Þór vann í kvöld sinn þriðja keppnisleik með Íslandi en allir þrír hafa komið gegn Liechtenstein. Hjá heimamönnum var gerð tvöföld skipting snemma í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir tveir sem komu inn á voru annars vegar leikmaður 5. deildarliðs í Sviss og hinn leikmaður varaliðs Vaduz. Það er staðallinn sem íslenska landsliðið var mælt við í dag. Stjórn KSÍ tekur eflaust stöðuna eftir þetta verkefni en hvað hún er hugsa er erfitt að vita. Ívar Ingimarsson var eini stjórnarmaðurinn sem var með í för í þessu verkefni en hann vildi ekki veita Vísi viðtal í gær. Úrslit kvöldsins í riðlinum hefðu ekki getað verið betri en sigur Slóvaka á Bosníu galopnar þetta allt saman. En það segir kannski sitt að slóvakíska liðið, sem gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg á fimmtudag, vinnur svo Bosníu sannfærandi. Slóvakía er einmitt næsta verkefni Íslands heima á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn. Það er næsta víst að KSÍ verður áfram með Arnar Þór sem þjálfara liðsins í því verkefni en það er leikur sem verður einfaldlega að vinnast. Þar undirgengst framhaldsskólakennarinn raunverulegt próf. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Ísland hafði töluverðu að tapa en ekki að eins miklu að vinna þegar liðið sótti Liechtenstein heim til Vaduz í dag. Hatrömm umræða skapaðist eftir 0-3 tap liðsins fyrir Bosníu á fimmtudaginn var og víða var kallað eftir nýjum landsliðsþjálfara. Liechtenstein er ekki með gott fótboltalið. Það tapaði 6-0 fyrir Grænhöfðaeyjum í fyrra og raunar öllum leikjum sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðast vann það leik árið 2020. Fáir efuðust líklega um að Ísland myndi vinna leikinn en eftir frammistöðu fimmtudagsins var misstig samt ekkert óhugsandi. Fyrst Kasakar gátu unnið Dani í dag er margt hægt. En strákarnir skiluðu sínu og náðu í fyrstu stigin í pokann góða. Aron Einar kom með mikið að borðinu og allt annað líf þegar hann er með. Forystuhlutverk hans aftast á vellinum er afar mikilvægt og svo skemmdi ekki fyrir að hann fjölgaði landsliðsmörkum sínum úr tveimur í fimm í Vaduz nú síðdegis. Maður tók eftir því hvað allt varð hljóðlátara á vellinum eftir að hann fór út af; hann talar stanslaust meðan hann er inni á. Jón Dagur var frábær í leiknum – stoðsendingaþrenna landsliðsmanns sést ekki á hverjum degi. Guðlaugur Victor var virkilega góður með Aron sér við hlið, enda þurfti hann ekki að eyða allri sinni orku í að reyna að stýra tveimur miðvörðum úr bakverðinum líkt og á fimmtudag. Stefán Teitur fannst mér smá óstyrkur í byrjun en vann svo mjög vel á. Átti fantaleik. Hákon Arnar skoraði þá tvö geggjuð mörk og hefði átt að skora það þriðja, eitt auðvitað dæmt af út af smotteríi. En maður er afar spenntur fyrir hans framtíð þarna á miðjunni. Í dag vannst stærsti sigur í sögu Íslands í keppnisleik karlalandsliðs. Svo strákarnir fengu tíu á þessu prófi. Liechtenstein er samt svo ótrúlega lélegt fótboltalið að það er erfitt að taka fullt mark á þessu. Þetta er svolítið eins og að framhaldsskólakennari fái tíu í einkunn á grunnskólaprófi. Það er erfitt að meta stöðuna á íslenska liðinu þar sem Bosníuleikurinn var svo slakur. Það hefði þurft sterkara lið en Liechtenstein til að geta lagt trúverðugt mat á stöðuna. Þessi leikur gefur góðan anda og sjálfstraust í hópinn en hann skiptir þannig séð ekki miklu máli í stóra samhenginu. Þetta eru þrjú stig gegn liði sem allir aðrir í riðlinum munu einnig fá. Það sýnir sig í viðtali við Guðlaug Victor Pálsson eftir leik þar sem pirringur yfir „barnalegri frammistöðu“ í Bosníu-leiknum virtist honum ofar í huga en gleði yfir úrslitum dagsins. Því standa því miður enn eftir efasemdir um vegferðina sem liðið er á og hvert framhaldið á að vera. Arnar Þór vann í kvöld sinn þriðja keppnisleik með Íslandi en allir þrír hafa komið gegn Liechtenstein. Hjá heimamönnum var gerð tvöföld skipting snemma í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir tveir sem komu inn á voru annars vegar leikmaður 5. deildarliðs í Sviss og hinn leikmaður varaliðs Vaduz. Það er staðallinn sem íslenska landsliðið var mælt við í dag. Stjórn KSÍ tekur eflaust stöðuna eftir þetta verkefni en hvað hún er hugsa er erfitt að vita. Ívar Ingimarsson var eini stjórnarmaðurinn sem var með í för í þessu verkefni en hann vildi ekki veita Vísi viðtal í gær. Úrslit kvöldsins í riðlinum hefðu ekki getað verið betri en sigur Slóvaka á Bosníu galopnar þetta allt saman. En það segir kannski sitt að slóvakíska liðið, sem gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg á fimmtudag, vinnur svo Bosníu sannfærandi. Slóvakía er einmitt næsta verkefni Íslands heima á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn. Það er næsta víst að KSÍ verður áfram með Arnar Þór sem þjálfara liðsins í því verkefni en það er leikur sem verður einfaldlega að vinnast. Þar undirgengst framhaldsskólakennarinn raunverulegt próf.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira