Sjá báðir eftir hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:31 Aleksandar Mitrovic missti algjörlega stjórn á sig og ýtti Chris Kavanagh. Getty/Matthew Ashton Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. Fulham tapaði leiknum 3-1 og datt úr leik í bikarnum en var 1-0 yfir þegar þeir Silva og Mitrovic fengu rautt spjald fyrir að mótmæla vítadómi. Kavanagh hafði verið kallaður í Varsjána af myndbandadómurum leiksins og komst að því að Willian hefði varið skot United-leikmanns með hendi. Willian fékk því rautt spjald og United víti. I was wrong : Fulham s Aleksandar Mitrovic apologises for shoving referee https://t.co/lMeAqTF31N— The Guardian (@guardian) March 29, 2023 Marco Silva hraunaði yfir dómarann og fékk rautt spjald en Aleksandar Mitrovic gekk svo langt að hann ýtti dómaranum sem svaraði strax með því að lyfta rauða spjaldinu. „Ég hefði átt að stjórn tilfinningum mínum betur,“ sagði Marco Silva. „Ég sé eftir því sem gerðist og ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar. Hann veit að ég ber virðingu fyrir honum og hans störfum,“ sagði Silva. „Því miður vorum við ekki sammála á þessum degi en ég geri mér grein fyrir því að hann er einn af bestu dómurum landsins og ég veit að þegar við hittumst aftur þá munum við bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði Silva. Hinn 28 ára gamli Mitrovic er í mun verri málum og gæti fengið langt bann. Mitrovic sagðist hafa fengið góðan tíma til að hugsa um hegðun sína þegar hann var í burtu með serbneska landsliðinu. „Ég sé eftir því hvernig ég hegðaði mér. Ég lét pirringinn minn hlaupa með mig í gönur,“ sagði Aleksandar Mitrovic. „Ég var að reyna að ná athygli dómarans en ég geri mér grein fyrir því að ég átti aldrei að leggja hendur á hann. Ég skil því af hverju hann sýndi mér rauða spjaldið. Þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt hjá Fulham og það fyrsta sem ég fær frá 2015-16 tímabilinu,“ sagði Mitrovic. „Ég sætti mig við þriggja leikja bannið fyrir rauða spjaldið. Ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar,“ sagði Mitrovic. BREAKING: Aleksandar Mitrovic and Marco Silva have both apologised to referee Chris Kavanagh for their behaviour during Fulham's FA Cup defeat to Manchester United.pic.twitter.com/bCkDbspgxM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2023 Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Fulham tapaði leiknum 3-1 og datt úr leik í bikarnum en var 1-0 yfir þegar þeir Silva og Mitrovic fengu rautt spjald fyrir að mótmæla vítadómi. Kavanagh hafði verið kallaður í Varsjána af myndbandadómurum leiksins og komst að því að Willian hefði varið skot United-leikmanns með hendi. Willian fékk því rautt spjald og United víti. I was wrong : Fulham s Aleksandar Mitrovic apologises for shoving referee https://t.co/lMeAqTF31N— The Guardian (@guardian) March 29, 2023 Marco Silva hraunaði yfir dómarann og fékk rautt spjald en Aleksandar Mitrovic gekk svo langt að hann ýtti dómaranum sem svaraði strax með því að lyfta rauða spjaldinu. „Ég hefði átt að stjórn tilfinningum mínum betur,“ sagði Marco Silva. „Ég sé eftir því sem gerðist og ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar. Hann veit að ég ber virðingu fyrir honum og hans störfum,“ sagði Silva. „Því miður vorum við ekki sammála á þessum degi en ég geri mér grein fyrir því að hann er einn af bestu dómurum landsins og ég veit að þegar við hittumst aftur þá munum við bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði Silva. Hinn 28 ára gamli Mitrovic er í mun verri málum og gæti fengið langt bann. Mitrovic sagðist hafa fengið góðan tíma til að hugsa um hegðun sína þegar hann var í burtu með serbneska landsliðinu. „Ég sé eftir því hvernig ég hegðaði mér. Ég lét pirringinn minn hlaupa með mig í gönur,“ sagði Aleksandar Mitrovic. „Ég var að reyna að ná athygli dómarans en ég geri mér grein fyrir því að ég átti aldrei að leggja hendur á hann. Ég skil því af hverju hann sýndi mér rauða spjaldið. Þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt hjá Fulham og það fyrsta sem ég fær frá 2015-16 tímabilinu,“ sagði Mitrovic. „Ég sætti mig við þriggja leikja bannið fyrir rauða spjaldið. Ég hef talað við Chris Kavanagh og beðið hann afsökunar,“ sagði Mitrovic. BREAKING: Aleksandar Mitrovic and Marco Silva have both apologised to referee Chris Kavanagh for their behaviour during Fulham's FA Cup defeat to Manchester United.pic.twitter.com/bCkDbspgxM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 29, 2023
Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira