Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2023 19:00 Getty Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið til fjölmiðla. Gögnin sýna, samkvæmt Guardian sem birti í dag eina fyrstu fréttina um lekann, að starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikið fyrir FSB, GRU og SVR á undanförnum árum. Umrædd gögn eru frá árunum 2016 til 2021. Þeim var lekið til fjölmiðla af starfsmanni Vulkan sem var ósáttur við innrás Rússa í Úkraínu. Hann hafði fyrst samband við starfsmenn þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og sagði þeim að GRU og FSB skýldu sér á bakvið Vulkan. FSB er arftaki KGB og sér um leyniþjónustumál í Rússlandi. GRU er leyniþjónusta herafla Rússlands sem sér um leyniþjónustumál á erlendri grundu en SVR er þriðja leyniþjónustan sem starfar einnig á erlendri grundu. Í frétt Washington Post um gögnin segir að lekar sem þessir úr varnarmálaiðnaði Rússlands séu afar sjaldgæfir. Sá sem lak gögnunum gerði það með nafnleynd svo blaðamennirnir sem fengu þau vita ekki hver hann er en hann sagðist starfa fyrir Vulkan. Hann sagðist reiður vegna innrásarinnar í Úkraínu og að fyrirtækið væri að gera slæma hluti með ríkisstjórn Rússlands. Blaðamenn þeirra fjölmiðla sem fengið hafa aðgang að þeim fengu núverandi starfsmenn leyniþjónusta á Vesturlöndum og netöryggissérfræðinga til að fara yfir gögnin en þeir sögðu þau líklega vera raunveruleg. Þrír fyrrverandi starfsmenn Vulkan staðfestu einnig ýmislegt sem fram kemur í gögnunum. Sýna samstarf með alræmdum tölvuþrjótum Meðal þess sem gögnin eru sögð sýna er að forsvarsmenn herafla Rússlands hafi verið að leita að nýrri tækni til að gera umfangsmeiri og hættulegri árásir. Þau sýna einnig að Vulkan keyrði hugbúnað sem leitaði á netinu að öryggisgöllum og skrásetti þá, svo hægt væri að nota þá síðar. Gögnin tengja einnig Vulkan við sérstakt tölvuárásatól sem hópur netþrjóta sem kallast Sandworm hefur notað. Þessi hópur er sagður vera á vegum GRU og er meðal annars sagður hafa tvisvar sinnum valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, gert árás á kerfi Ólympíuleikanna í Suður-Kóreu og um að hafa gert NotPetya-árásina. NotPetya er einhver skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Tölvuþrjótarnir dreifðu vírus sem smitaði tölvur um allan heim og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Þrjótarnir eru einnig sakaðir um árásir sem beindust að rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun útsendara GRU á fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Hópurinn hefur einnig gengið undir nafninu 74455 og kom að tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins árið 2016. Þaðan stálu þeir tölvupóstum úr kerfi sem birtir voru í gegnum Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum það ár. Sjá einnig: Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Gögnin sýna einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að vakta og stýra hluta internetsins á svæðum sem Rússar stjórna. Hugbúnaðinn er einnig hægt að nota til að dreifa áróðri og fölskum fréttum gegnum falska reikninga á samfélagsmiðlum. Þá sýna þau einnig að starfsmenn Vulkan þróuðu hugbúnað sem hægt er að nota til að þjálfa útsendara leyniþjónusta í tölvuárásum. Sérfræðingur sagði blaðamönnum Washington Post að verktakar eins og Vulkan væru sérstaklega mikilvægir GRU. Þeir komi með reynslu og þekkingu að borðinu sem leyniþjónustuna geti skort. Hann sagði GRU geta gert árásir án verktaka en aldrei jafn vel.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tölvuárásir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“