Óskar vill ekki taka við landsliðinu núna: „Heldur ungur í starfi fyrir þetta starf“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 11:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson smellir kossi á Orra Stein son sinn sem átti stóran þátt í að koma Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðað við svör Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, er afar ólíklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í gær. Sú vinna þarf væntanlega að ganga hratt fyrir sig en Ísland á fyrir höndum leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM í júní, þar sem mikið er undir. Óskar Hrafn er einn af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir arftakar Arnars enda Óskar átt mikilli velgengni að fagna á sínum þjálfaraferli. Óskar vill hins vegar meina að sá ferill sé of stuttur og hann hefur ekki áhuga á því að taka við landsliðinu í dag. „Starf fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu“ „Ég hef ekki leitt hugann að því, fyrir það fyrsta, og hef í sjálfu sér engan áhuga á því eins og staðan er í dag. Mér finnst ég vera kominn það stutt á veg og þetta starf er fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir af bestu landsliðsþjálfurunum eru menn sem hafa verið lengi á hliðarlínunni og eru með mikla reynslu. Það er mín tilfinning að ég sé heldur ungur í starfi fyrir þetta starf,“ svarar Óskar. „Þetta er eitthvað sem alla þjálfara dreymir um að gera á einhverjum tímapunkti á ferlinum, að stýra landsliði þjóðarinnar. Það er klárt mál. En það er spurning hvort og hvenær,“ segir Óskar og tímapunkturinn er að hans mati ekki réttur núna. Ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út „Ég ætla ekki að segja að þetta sé „old man job“ en mér finnst þetta vera fyrir þjálfara sem eru búnir að afreka allt sem þeir hafa viljað afreka í félagsliðum, eða þá með gríðarlega reynslu af landsliðsfótbolta eins og Lars [Lagerbäck] var með. Þetta er auðvitað mjög sérstök vinna. Þú ert kannski með leikmennina þrjátíu daga á ári og það er gríðarlegur munur miðað við að hafa leikmenn í 300 daga á ári í félagsliði. Það er því lítill tími úti á velli í þessu starfi, en það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að þjálfa. Leikirnir eru oft bara fylgifiskur þess en bestu dagarnir eru úti á vellinum að þjálfa. Í dag væri ég ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út fyrir vinnu þar sem maður er meira inni á skrifstofunni að horfa á leiki en að þjálfa fótbolta,“ segir Óskar. Gríðarlega mikilvægt að hafa stuðning allra frá byrjun „Að því sögðu er þetta auðvitað eitt stærsta starf sem íslenskur þjálfari getur fengið og gríðarlegur heiður fyrir alla að vera boðið það. Það er heiður bara að vera nefndur í umræðunni, en ég er bara ekki kominn þangað, hvorki starfslega, reynslulega eða neitt. Ég held að aðrir séu betur til þess fallnir að stýra þessu landsliði.“ Ekki er ljóst hve langan tíma KSÍ mun taka sér í að finna nýjan landsliðsþjálfara og það er heldur ekki ljóst hvort að ráðinn verði íslenskur eða erlendur þjálfari. Aðspurður hvort hann hafi skoðun á því hvernig landsliðsþjálfara ætti að ráða svarar Óskar: „Ég er bara fótboltaþjálfari í Kópavogi og ætla ekki að segja mönnum hvernig þeir eiga að gera þetta. Ég treysti þeim til að finna besta kandídat. Það er fullt af hæfileikaríkum mönnum, bæði íslenskum og erlendum, sem myndu hoppa á þetta starf. Það þarf bara að liggja fyrir að sá sem tekur við sé með stuðning allra frá byrjun. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt. Að allir séu sammála um hvaða ferðalag á að fara í; KSÍ, leikmenn og þjóðin.“ Landslið karla í fótbolta Breiðablik Tengdar fréttir Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú hafið leit að nýjum þjálfara eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í gær. Sú vinna þarf væntanlega að ganga hratt fyrir sig en Ísland á fyrir höndum leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM í júní, þar sem mikið er undir. Óskar Hrafn er einn af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir arftakar Arnars enda Óskar átt mikilli velgengni að fagna á sínum þjálfaraferli. Óskar vill hins vegar meina að sá ferill sé of stuttur og hann hefur ekki áhuga á því að taka við landsliðinu í dag. „Starf fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu“ „Ég hef ekki leitt hugann að því, fyrir það fyrsta, og hef í sjálfu sér engan áhuga á því eins og staðan er í dag. Mér finnst ég vera kominn það stutt á veg og þetta starf er fyrir menn sem eru komnir með mikla reynslu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að flestir af bestu landsliðsþjálfurunum eru menn sem hafa verið lengi á hliðarlínunni og eru með mikla reynslu. Það er mín tilfinning að ég sé heldur ungur í starfi fyrir þetta starf,“ svarar Óskar. „Þetta er eitthvað sem alla þjálfara dreymir um að gera á einhverjum tímapunkti á ferlinum, að stýra landsliði þjóðarinnar. Það er klárt mál. En það er spurning hvort og hvenær,“ segir Óskar og tímapunkturinn er að hans mati ekki réttur núna. Ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út „Ég ætla ekki að segja að þetta sé „old man job“ en mér finnst þetta vera fyrir þjálfara sem eru búnir að afreka allt sem þeir hafa viljað afreka í félagsliðum, eða þá með gríðarlega reynslu af landsliðsfótbolta eins og Lars [Lagerbäck] var með. Þetta er auðvitað mjög sérstök vinna. Þú ert kannski með leikmennina þrjátíu daga á ári og það er gríðarlegur munur miðað við að hafa leikmenn í 300 daga á ári í félagsliði. Það er því lítill tími úti á velli í þessu starfi, en það skemmtilegasta sem ég geri í dag er að þjálfa. Leikirnir eru oft bara fylgifiskur þess en bestu dagarnir eru úti á vellinum að þjálfa. Í dag væri ég ekki tilbúinn að skipta þessari vinnu út fyrir vinnu þar sem maður er meira inni á skrifstofunni að horfa á leiki en að þjálfa fótbolta,“ segir Óskar. Gríðarlega mikilvægt að hafa stuðning allra frá byrjun „Að því sögðu er þetta auðvitað eitt stærsta starf sem íslenskur þjálfari getur fengið og gríðarlegur heiður fyrir alla að vera boðið það. Það er heiður bara að vera nefndur í umræðunni, en ég er bara ekki kominn þangað, hvorki starfslega, reynslulega eða neitt. Ég held að aðrir séu betur til þess fallnir að stýra þessu landsliði.“ Ekki er ljóst hve langan tíma KSÍ mun taka sér í að finna nýjan landsliðsþjálfara og það er heldur ekki ljóst hvort að ráðinn verði íslenskur eða erlendur þjálfari. Aðspurður hvort hann hafi skoðun á því hvernig landsliðsþjálfara ætti að ráða svarar Óskar: „Ég er bara fótboltaþjálfari í Kópavogi og ætla ekki að segja mönnum hvernig þeir eiga að gera þetta. Ég treysti þeim til að finna besta kandídat. Það er fullt af hæfileikaríkum mönnum, bæði íslenskum og erlendum, sem myndu hoppa á þetta starf. Það þarf bara að liggja fyrir að sá sem tekur við sé með stuðning allra frá byrjun. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt. Að allir séu sammála um hvaða ferðalag á að fara í; KSÍ, leikmenn og þjóðin.“
Landslið karla í fótbolta Breiðablik Tengdar fréttir Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00
Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06