Martröð Dele Alli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 13:30 Dele Alli hefur ekki heillað í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira