Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. apríl 2023 14:01 Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar