Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 09:00 Markvarsla Foster gæti farið langt með að koma Wrexham upp um deild. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira