Ekkert líkur Lagerbäck, skoðanaglaður og getur snöggreiðst Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:00 Åge Hareide ku vera óhræddur við að segja sína skoðun og eiga gott með að ná til fólks. EPA/Johan Nilsson Norðmaðurinn Åge Hareide tekur við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta með glæsta ferilskrá í farteskinu. Vísir fékk norskan blaðamann sem gjörþekkir Hareide til að kynna betur manneskjuna og þjálfarann sem á að koma Íslandi á næsta stórmót. Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti