Hitti Hareide á heimavelli Jón Már Ferro skrifar 14. apríl 2023 16:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. vísir/Einar Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. „Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“ KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
„Gríðarlega reynslu fyrst og fremst. Mikill sigurvegari og ef við skoðum ferilinn hans þá hefur hann náð alveg ótrúlegum árangri. Einum besta árangri landsliðsþjálfara í heiminum með að vera ósigraður í gegnum 34 leiki,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, spurð út í hvað KSÍ sér við Åge Hareide, nýráðin landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hún segir viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig. „Nafnið hans kom til okkar úr öllum áttum og við fórum að skoða það. Forvitnuðumst um hvort hann hefði einhvern áhuga. Eftir það fórum við að hitta hann í Osló. Hann sýndi þessu mikinn áhuga. Við vorum mjög heilluð af því sem hann hafði fram að færa. Eftir þetta fórum við að skoða þessi samningamál.“ KSÍ samdi við Hareide út nóvember þegar undankeppni EM klárast en Vanda segir að að möguleiki sé á framlenginu. „Hann sagði í dag að hann ætli með liðið á EM og þá framlengist.“ Hann var fyrsti kostur KSÍ og eini þjálfarinn sem farið var í alvöru viðræður við. Vanda ræddi við fólk sem Hareide hefur starfað með og kollega sína á Norðurlöndum þar sem hann hefur þjálfað. Eftir samræður við Hareide var KSÍ heillað af honum. „Við vissum alveg svo sem hvernig þjálfari hann væri en við fórum ekkert út í 4-3-3 eða eitthvað. Samt sem áður hvernig hann leggur þetta upp, hvernig hann vill vera í samskiptum við leikmenn og hvað honum finnst mikilvægt. Allt þetta vorum við ánægð með.“ Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarþjálfara Íslands, var ekki sagt upp störfum þegar Arnar Þór var látinn fara. Fær Hareide að ákveða starfslið? „Hann kemur eftir helgi og þá verða fundir. Við erum ekki komin þangað að hann sé með sitt eigið teymi. Eigi að síður vil ég segja að hann verður að fá að velja það sjálfur.“ Vanda gat ekki tjáð sig um hversu mikið kostaði að ráða Hereide. „Allt svona er trúnaður en ég get bara sagt að við erum mjög ánægð með samningin sem við gerðum við hann. Ég er honum líka þakklát fyrir að vera til í að koma og gera sér grein fyrir að við erum minni en margir aðrir staðir sem hann hefur verið á.“
KSÍ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48 Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sjá meira
Fundirnir sem felldu Arnar Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. 14. apríl 2023 09:48
Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. 12. apríl 2023 11:16
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn