Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:32 Greint hefur verið frá máli Gylfa í erlendum fjölmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04