Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 10:24 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu ensku úrvalsdeildarinnar og hvetur fólk til að opna sig um sín vandamál. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu. Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu.
Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira