Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 10:30 Raab var ráðherra í ríkisstjórnum Sunak, May og Johnson. epa/Neil Hall Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“. Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“.
Bretland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira