Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 11:45 Sir Alex Ferguson var ekki hræddur við að láta leikmenn heyra það og svo virðist sem Erik ten Hag geri slíkt hið sama. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila. United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira