Fræðsla gegn fordómum Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 25. apríl 2023 10:30 Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun