Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Stefán Ólafsson skrifar 26. apríl 2023 10:30 Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stefán Ólafsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun