Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð Sandra B. Franks skrifar 1. maí 2023 08:00 Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun