Íslendingaliðin töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 16:16 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks. FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira