Fagna sigrinum með því að bjóða leikmönnum Wrexham til Syndaborgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:01 Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið. Matthew Ashton/Getty Images Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina. Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31