„Haaland er einstakur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 22:31 Pep var ánægður í leikslok. Vísir/Getty Erling Braut Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrítugasta og fimmta mark sitt á leiktíðinni í 3-0 sigri Manchester City gegn West Ham. Pep Guardiola segir Norðmanninn einstakan leikmann. Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn