Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 14:30 Leikmenn og stuðningsmenn ÍBV fögnuðu ákaft saman eftir sigurinn í gær. Fáeinir stuðningsmenn voru enn með kokkahúfu á hausnum. VÍSIR/VILHELM Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita