Juventus stefnir á silfrið | Rómverjar treysta á Evrópudeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 20:45 Dušan Vlahović var ekki á skotskónum en það kom ekki að sök. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Staðan í leik Juventus og Cremonese var markalaus í hálfleik. Heimamenn urðu þó fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Paul Pogba, sem var að byrja sinn fyrsta leik í háa herrans tíð, fór meiddur af velli. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og brast einfaldlega í grát er hann yfirgaf völlinn. Paul Pogba leaves the field in tears as he picks up an injury less than 25 minutes into his first Juventus start since April 2022. pic.twitter.com/svTjrwyPG9— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 14, 2023 Í síðari hálfleik skoraði Juventus tvívegis, Nicola Fagioli með fyrra markið og Bremer það síðara. Dugði það til 2-0 sigurs að þessu sinni. Með sigrinum er Juventus komið upp í 69 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Inter er sæti neðar með 66 stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Roma sem er að glíma við fjölda meiðsla. José Mourinho hefur sett öll eggin í eina körfu, það er að sigra Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Liðið hvíldi fjölda lykilmanna í dag og lauk leik Rómverja gegn Bologna með 0-0 jafntefli. No goals between the Rossoblù and the Giallorossi #BolognaRoma pic.twitter.com/a66PgJic40— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 14, 2023 Roma er í 6. sæti með 59 stig, sex minna en Lazio sem er í fjórða sæti deildarinnar. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Juventus sigraði Cremonese 2-0 í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Roma og Bologna gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag en lærisveinar José Mourinho þurfa að treysta á sigur í Evrópudeildinni til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Staðan í leik Juventus og Cremonese var markalaus í hálfleik. Heimamenn urðu þó fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Paul Pogba, sem var að byrja sinn fyrsta leik í háa herrans tíð, fór meiddur af velli. Pogba hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og brast einfaldlega í grát er hann yfirgaf völlinn. Paul Pogba leaves the field in tears as he picks up an injury less than 25 minutes into his first Juventus start since April 2022. pic.twitter.com/svTjrwyPG9— Ben Jacobs (@JacobsBen) May 14, 2023 Í síðari hálfleik skoraði Juventus tvívegis, Nicola Fagioli með fyrra markið og Bremer það síðara. Dugði það til 2-0 sigurs að þessu sinni. Með sigrinum er Juventus komið upp í 69 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Inter er sæti neðar með 66 stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Roma sem er að glíma við fjölda meiðsla. José Mourinho hefur sett öll eggin í eina körfu, það er að sigra Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Liðið hvíldi fjölda lykilmanna í dag og lauk leik Rómverja gegn Bologna með 0-0 jafntefli. No goals between the Rossoblù and the Giallorossi #BolognaRoma pic.twitter.com/a66PgJic40— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 14, 2023 Roma er í 6. sæti með 59 stig, sex minna en Lazio sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira