Íslenska mamban með aðsetur í Mosfellsbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 10:01 Blær Hinriksson á ferðinni í einvíginu á móti Haukum. Hann fékk hrós frá fyrirliða sínum. Vísir/Hulda Margrét Blær Hinriksson er með hugarfar Kobe Bryant að mati eins reyndasta leikmannsins í liði Aftureldingar og það hefur Blær sýnt og sannað með frábærri endurkomu sinni í úrslitakeppninni. Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Einar Ingi Hrafnsson mætti á háborðið eftir sigur Aftureldingar á Haukum á Ásvöllum í gær en með því jöfnuðu Mosfellingar einvígið og tryggðu sér oddaleik á heimavelli annað kvöld. Einar Ingi ræddi meðal annars liðsfélaga sinn Blæ Hinriksson sem meiddist illa á ökkla í byrjun úrslitakeppninnar en hefur átt magnaða endurkomu í þetta undanúrslitaeinvígi. „Eini sem er kannski ekki þreyttur er Blær en hinir eru allir þreyttir,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. „Ég spurði Blæ hvað hann væri þegar hann kom í settið til okkar eftir fyrsta leikinn. Hvað er þessi drengur?“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég heyrði að þið voruð að tala um að hann væri með eitthvað Kóp Bois hugarfar en hann er með svona Kobe (Bryant) hugarfar, 0,1 prósent af mannkyninu er svona. Hann mætir alltaf fyrstur á æfingu og hann er alltaf síðastur út,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði Aftureldingar. Fyrirliðinn sér því mömbu-takta í sínum manni en eins og margir vita þá var Kobe með gælunafnið svarta mamban í NBA-deildinni í körfubolta en hugarfar hans var á allt öðru stigi heldur en annarra. Íslenska mamban er greinilega með aðsetur í Mosfellsbænum. „Hann gerir það sem gera þarf og gerir það milljón sinnum. Það er búinn að skila honum því að hann var ekki bara klár heldur líka bestur,“ sagði Einar Ingi. „Þegar hann misstígur sig og maður fréttir af því að hann hafi ekki slitið alvarlega liðbandið. Þá vissi ég að hann yrði með. Þetta er handbolti. Maður er búinn að vera í þessu í tuttugu plús ár, það er úrslitakeppnin undir og hann verður með,“ sagði Einar Ingi. „Hann er algjörlega búinn að gera sig gildandi á hverri einustu mínútu í einvíginu. Það er ekki sjálfgefið. Maður bjóst við að hann yrði með en getustigið sem hann er búinn að halda, miðað við það að hann meiddi sig, það er það sem er svo sterkt,“ sagði Einar Ingi. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Einar Inga Hrafnsson eftir sigur Aftureldingar í leik fjögur
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita