Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:32 Leif Davis er með skemmtilegri bakvörðum Englands. Ashley Allen/Getty Images Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Leif er stór ástæða fyrir góðu gengi Ipswich Town á leiktíðinni en liðið endaði í 2. sæti með 98 stig og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Áðurnefndur Leif gekk í raðir Ipswich frá Leeds United á 1.5 milljón punda síðasta sumar. Hann hefur heldur betur notið sín undir stjórn þjálfarans Kieran McKenna en sá var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United áður en hann færði sig niður í C-deildina. Leif hefur lagt upp mark í þriðja hverjum leik á leiktíðinni og segir það stóran part af sínum leik. Only two players in Europe's top five leagues have more assists this season than Leif Davis Kevin De Bruyne and Lionel Messi.The flying full-back speaks to @DTathletic about the similarities between Marcelo Bielsa and Kieran McKenna and promotion to the Championship.#ITFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 15, 2023 „Ég sá tölfræði um daginn sem staðfesti að ég hefði skapað flest færin í EFL [B- til D-deild]. Ég var hæstánægður þegar ég sá að aðrir leikmenn voru langt frá mér, leikmenn sem spila mun framar á vellinum. Ég er bara varnarmaður en elskar að sækja og skapa færi fyrir samherja sína.“ Aðeins þrír leikmenn á Englandi hafa gefið fleiri stoðsendingar en Davis á leiktíðinni. Kevin De Bruyne, prímusmótor Englandsmeistara Manchester City, er þar á meðal ásamt Owen Moxon hjá Carlisle United og Elliott Watt sem báðir spila í D-deildinni. Ef horft er í stærstu fimm deildir Evrópu er það aðeins De Bruyne og Lionel Messi, leikmaður París Saint-Germain, sem hafa gefið fleiri stoðsendingar en vinstri bakvörðurinn knái. Leif Davis, hver er það?Sebastian Frej/Getty Images Alls skapaði Davis 132 færi fyrir samherja sína á leiktíðinni. Alls skoraði Ipswich 101 mark í deildinni, það mesta í efstu fjórum deildum Englands. Þau sem þekkja til hjá Leeds United telja að Marcelo Bielsa hefði ekki selt Davis heldur reynt að beisla hæfileikana, gera hann betri varnarlega og nýtt krafta hans í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur gæti farið svo að Ipswich og Leeds mætist í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira