Karl Friðleifur hafi verðskuldað „eldrautt spjald“ Aron Guðmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 21. maí 2023 22:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings Reykjavíkur, var létt eftir 2-1 sigur liðsins gegn HK á útivelli í Bestu deildinni í kvöld. HK-ingar herjuðu á Víkinga undir lok leiks en þeir léku síðasta stundarfjórðunginn einum manni færri eftir verðskuldað rautt spjald Karls Friðleifs að mati Arnars. „Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“ Besta deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“
Besta deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira