„Spænska úrvalsdeildin tilheyrir rasistum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 09:30 Vinícius Junior fékk rautt spjald gegn Valencia. getty/Francisco Macia Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, segir að spænska úrvalsdeildin tilheyri rasistum eftir að hann varð fyrir kynþáttaníði í tapinu fyrir Valencia, 1-0, í gær. Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira