Valgeir algjörlega í öngum sínum og þjálfarinn vill VAR Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 07:31 Valgeir Lunddal Friðriksson reyndi sitt allra besta til að fá dómarann til að hætta við að dæma vítaspyrnu. Skjáskot/Discovery+ Valgeir Lunddal Friðriksson reyndist ákveðinn örlagavaldur, á slæman hátt, þegar lið hans Häcken varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Djurgården í Stokkhólmi, í mikilvægum slag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira