„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 12:30 Kevin De Bruyne fagnaði sínum fimmta Englandsmeistaratitli á meðan að Kalvin Philipps fagnaði sínum fyrsta. Getty/Michael Regan Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
City-menn urðu Englandsmeistarar þriðja árið í röð á laugardaginn, þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, og fengu verðlaun sín afhent eftir sigurleik gegn Chelsea á sunnudag. City átti þá enn eftir frestaðan leik við Brighton og svo leik við Brentford í lokaumferðinni næsta sunnudag, en Guardiola gaf að sjálfsögðu grænt ljós á það að leikmenn fögnuðu ærlega á sunnudag. Það gæti hafa haft sín áhrif í 1-1 jafnteflinu við Brighton í gær, þó að Guardiola hafi sjálfur tekið því rólega á sunnudagskvöldið. „Klukkan 22.30 var ég kominn upp í rúm með konunni minni. Ég var alveg búinn á því. Ég horfði á Match of the Day og svo svaf ég eins og ungabarn. En ég veit að leikmennirnir gerðu það sem þeir áttu að gera. Þegar maður vinnur ensku úrvalsdeildina þá verður maður að fagna. Það gerðu þeir með fjölskyldum sínum, og nutu þess vel,“ sagði Guardiola. Leikmenn fengu að taka því rólega næstu tvo daga og Guardiola vonaðist til þess að þeir næðu að safna orku fyrir leikinn við Brighton. „Ég var svolítið áhyggjufullur um að við yrðum langt frá því sem við höfum verið að gera síðustu fjóra, fimm, sex mánuði. Við drukkum allt áfengið í Manchester fjörutíu tímum áður. En liðið var til staðar og ég er mjög ánægður. Ég vil nefnilega ekki að liðið falli eitthvað niður fyrir úrslitaleikina í bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Við sýndum af hverju við erum besta lið Englands. Ég er mjög ánægður með það hvernig við erum enn sem lið eftir að hafa orðið meistarar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira