Átak til stuðnings dómurum: „Ertu vanur því að garga á fólk?“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 15:45 Dómarar þurfa oft að taka umdeildar ákvarðanir en KSÍ berst nú fyrir meiri jákvæðni í garð þeirra. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Íslands hefur hrundið af stað átaki vegna hegðunar fólks í garð dómara, til að vekja athygli á störfum þeirra og mikilvægi fyrir fótboltann. Þjóðþekktir Íslendingar koma fram í myndböndum í tengslum við átakið, þar á meðal forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Benediktsson sem spyr: „Ertu vanur því að garga á fólk? Í vinnunni? Í búðinni? Í bíó? Eða á fjölskylduna? Af hverju heldur þú að það sé í lagi á fótboltaleik? Ekki tapa þér.“ Skammt er síðan að KSÍ greindi frá því að tveimur dómurum á Íslandi hefðu á síðustu vikum borist líflátshótanir. Önnur hótunin barst í gegnum talskilaboð en í hinu tilvikinu missti áhorfandi stjórn á skapi sínu og ruddist inn á völlinn, og að dómaranum. Markmið átaksins sem KSÍ stendur nú fyrir er að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara, og/eða að bæta hegðun sína og láta af neikvæðri hegðun í garð dómara, bæði í meistaraflokki og yngri flokkum. Einnig er ætlunin að fjölga dómurum en á vef KSÍ segir að mörg félög finni fyrir því að nýliðun í stéttinni sé mikil áskorun, og er neikvætt viðhorf í garð dómara talið hafa þar talsvert að segja. Í myndböndunum frá KSÍ þakka hins vegar þjóðþekktir Íslendingar dómurum fyrir þeirra störf, og hvetja fólk til að hætta að tapa sér. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Þjóðþekktir Íslendingar koma fram í myndböndum í tengslum við átakið, þar á meðal forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Benediktsson sem spyr: „Ertu vanur því að garga á fólk? Í vinnunni? Í búðinni? Í bíó? Eða á fjölskylduna? Af hverju heldur þú að það sé í lagi á fótboltaleik? Ekki tapa þér.“ Skammt er síðan að KSÍ greindi frá því að tveimur dómurum á Íslandi hefðu á síðustu vikum borist líflátshótanir. Önnur hótunin barst í gegnum talskilaboð en í hinu tilvikinu missti áhorfandi stjórn á skapi sínu og ruddist inn á völlinn, og að dómaranum. Markmið átaksins sem KSÍ stendur nú fyrir er að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara, og/eða að bæta hegðun sína og láta af neikvæðri hegðun í garð dómara, bæði í meistaraflokki og yngri flokkum. Einnig er ætlunin að fjölga dómurum en á vef KSÍ segir að mörg félög finni fyrir því að nýliðun í stéttinni sé mikil áskorun, og er neikvætt viðhorf í garð dómara talið hafa þar talsvert að segja. Í myndböndunum frá KSÍ þakka hins vegar þjóðþekktir Íslendingar dómurum fyrir þeirra störf, og hvetja fólk til að hætta að tapa sér.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira