Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:01 Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar