Segir Sveindísi einn besta skyndisóknarleikmann heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 08:30 Sveindís Jane Jónsdóttir þykir einn hættulegasti leikmaður Wolfsburg. getty/Boris Streubel Þjálfari Arsenal segir Sveindísi Jane Jónsdóttur vera einn besta skyndisóknarleikmann heims. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira