Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 14:22 Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni. Vísir/Getty Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira