Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2023 16:31 Lýðflokkurinn er með pálmann í höndunum eftir sveitarstjórnar- og héraðskosningar á Spáni í lok maí og heldur vígreifur út í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þ. 23. júlí. Frá vinstri: Marga Prohens, forseti Lýðflokksins á Balear-eyjum, þar sem flokkurinn batt enda á stjórnartíð sósíalista, Isabel Diaz Ayuso, forseti Madrid, þar sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta og Alberto Núñez Feijóo, formaður Lýðflokksins. Carlos Lujan/Getty Images Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna