Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 22:25 Zlatan var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda. AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45