Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 15:30 Örfáum áhorfendum var leyft að mæta á stórleiki Íslands á Laugardalsvelli þegar strangar takmarkanir giltu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn