Fúskleysi er framkvæmanlegt Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 6. júní 2023 17:01 Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar