Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:01 Keflvíkingar fagna mark í góðum sigri sínum gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. vísir/Anton FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira