Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ólafur Stephensen skrifar 14. júní 2023 17:31 Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Ólafur Stephensen Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun