Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 21:29 Hans Viktor skoraði eina mark kvöldsins vísir/bára Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti. Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Varnarmaðurinn og fyrirliði Fjölnis skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þar sem hann fór illa með vörn Grindvíkinga og bar sig að eins og þaulvanur framherji. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér færi þar til rétt undir lok leiks og munu eflaust naga sig í handabökin næstu daga að hafa ekki sótt sigur á heimavelli í toppbaráttunni. Grindvíkingar voru án tveggja lykilmanna, en Guðjón Pétur Lýðsson tekur út tveggja leikja banna og þá fór Óskar Örn Hauksson meiddur af velli í síðasta leik og var ekki í hóp í dag. Heimamenn vildu fá víti á 53. mínútu, þegar boltinn fór augljóslega í hönd varnarmanns Fjölnis en fengu ekkert fyrir sinn snúð. Fjölnismenn tylla sér því í toppsæti deildarinnar að sinni, einu stigi á undan Aftureldingu. Afturelding á leik til góða, en þeir taka á móti Njarðvík á föstudaginn. Tvö víti á Nesinu, en bara annað í netið Á Seltjarnarnesi vann Grótta 2-1 sigur á botnliði Ægis. Leikurinn var markalaus fram á 65. mínútu, þegar Pétur Árnason skoraði úr víti fyrir heimamenn, en fimm mínútum áður brenndi Renato Punyed Dubon af víti fyrir gestina. Pétur skoraði svo annað mark þremur mínútum seinna sem reyndist sigurmarkið. Brynjólfur Þór Eyþórsson klóraði í bakkann fyrir Ægi en nær komust gestirnir ekki, og sitja áfram á botni deildarinnar, með aðeins eitt stig eftir sjö leiki. Þægilegt kvöld í Árbænum fyrir heimakonur Einn leikur fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Fylkir tók á móti Fram í Árbænum og fóru með þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Þórhildur Þórhallsdóttir kom heimakonum á bragðið strax á 8. mínútu og Viktoría Diljá Halldórsdóttir kom þeim í 2-0 fyrir hálfleik. Helga Guðrún Kristinsdóttir innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu, eftir að Framarar höfðu bjargað á línu í sömu sókn. Með sigrinum lyftir Fylkir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti, en Grótta sækir FHL heim í síðasta leik umferðarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fótbolti UMF Grindavík Fjölnir Ægir Grótta Fylkir Fram Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira