Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 09:31 Þeir Rickie Fowler og Xander Schauffele spiluðu frábært golf á fyrsta degi Opna bandaríska. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér. Opna bandaríska Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér.
Opna bandaríska Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira