Magdeburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir vítakastkeppni | Gísli Þorgeir fór meiddur af velli Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 15:31 Gísli Þorgeir fór meiddur af velli rétt fyrir leikslok Vísir/Getty Magdeburg er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hádramatískan leik gegn Barcelona. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu svo að úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn