Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 11:30 Cristiano Ronaldo segist löngu vera orðinn vanur því að vera marinn eftir fótboltaleiki. Vísir/Vilhelm/Getty „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum. Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var mættur á blaðamannafund portúgalska liðsins með þjálfaranum Roberto Martinez í gær. Ronaldo var léttur í lundu á fundinum og grínaðist meðal annars í íslenskum fjölmiðlamönnum um hvaða leikmann hann vildi fá sem liðsfélaga hjá Al Nassr ef hann fengi að velja. Hann var þó ekki bara mættur til að grínast heldur einnig til að ræða um komandi leik Íslands og Portúgal í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var meðal annars spurður út í ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska liðsins, um að hann myndi fá að finna fyrir því í leiknum. Verður fagnað eftir leik en fær að finna fyrir því á vellinum „Hann hefur átt magnaðan feril sem leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi íslenska liðsins sem haldin var stuttu á undan þeim portúgalska. „Hann er búinn að vera að skora mörk og halda sér í standi í ótrúlega langan tíma. Ég man eftir honum þegar ég fór að heimsækja Ole Gunnar Solskjær til Manchester United þá var ungur Ronaldo að æfa og spila þar. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði þarna fyrir að verða 25 árum síðan og það er magnað að hann hafi haldið svona lengi áfram. Við munum fagna honum eftir leikinn, en í leiknum sjálfum munum við skilja einhverja marbletti eftir á honum,“ bætti Hareide við. Orðinn vanur marblettum á löngum ferli Ronaldo var svo spurður út í þessi ummæli Hareides á blaðamannafundi portúgalska liðsins og sagðist hann vera vanur slíkri meðferð á löngum og farsælum ferli sínum. „Þetta er bara eðlilegt. Ég er vanur því. Marblettir á fótleggjum, andliti og hálsi. Þetta hefur alltaf verið svona á rúmlega 20 ára löngum ferli mínum og ég verð undirbúinn,“ sagði Ronaldo. „Það mikilvægasta er að Portúgal nái í góð úrslit og haldi draumnum áfram og á lífi. Við vitum að þetta verður erfiður leikur, en við munum spila vel.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira